Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. ágúst 2021 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo ekki í byrjunarliðinu - Á förum áður en glugginn lokar?
Mynd: Getty Images
Leikur Udinese og Juventus í ítölsku Serie A er að fara af stað. Það vekur athygli að Cristiano Ronaldo er á bekknum hjá Juventus.

Samningur Ronaldo rennur út í sumar og samkvæmt fréttum Sky Sports bað hann um að vera ekki í byrjunarliðinu í dag.

Það eru mjög misvísandi fréttir um hvað sé í gangi en eitthvað virðist vera í gangi á bakvið tjöldin. Ronaldo gaf út yfirlýsingu á dögunum þar sem hann virtist gefa til kynna að hann yrði áfram hjá Juventus.

Massimiliano Allegri sagði í aðdraganda leiksins að hann yrði áfram en sögusagnir eru farnar af stað eftir að það kom í ljós að hann myndi ekki byrja í dag að Juventus gæti selt hann áður en glugginn lokar í sumar.

Ronaldo hefur verið orðaður við Real Madrid, Paris Saint-Germain og Manchester City en ekkert tilboð hefur borist í hann. Liðin þurfa að borga 28 milljónir evra til að borga upp samninginn hans.

Pavel Nedved varaforseti Juventus segir að það sé bara verið að hvíla Ronaldo í dag þar sem álagið hefur verið mikið á honum að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner