Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. ágúst 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Skuldum öllum FH-ingum að sýna að við erum betri en við höfum verið"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur spilað frábærlega í síðustu tveimur leikjum liðsins. Á sunnudaginn fyrir viku síðan vann liðið Leikni 5-0 og í gær var sama markatala gegn Keflavík.

Jónatan Ingi Jónsson átti stórleik í gær en hann átti beinan þátt í öllum mörkum liðsins. þrenna og tvær stoðsendingar.

Hann var í viðtali hjá Fótbolta.net eftir leikinn í gær. Hann var spurður hvort liðið hafi ekki geta byrjað að sýna svona frammistöðu fyrr í mótinu.

„Jú, maður spyr sig. Við skuldum öllum FHingum og sjálfum okkur það að sýna að við erum betri en við höfum verið hingað til. Við erum búnir að gera það ágætlega í síðustu tveimur leikjum en eigum samt að mínu mati nóg inni. Það eru ennþá 5 eða 6 leikir eftir og við þurfum bara að halda áfram að sýna það, það sem eftir er."

Liðið siglir lygnan sjó í deildinni. Hvernig verður að gíra sig upp í leikina sem eftir eru?

„Ég get bara talað fyrir mig en ég held að ég geti talað fyrir alla strákana líka, eins og ég sagði fyrr í viðtalinu, við skuldum sjálfum okkur það að leggja okkur 120% fram því að við erum miklu betri en við erum búnir að sýna. Ég held að það sé ekkert mál að gíra sig upp þegar við eigum svona mikið inni."
Jónatan: Tvær stoðsendingar og þrjú mörk er bara geggjað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner