Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 22. ágúst 2021 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögulega slæm byrjun hjá Arsenal
Úr leik Arsenal og Chelsea.
Úr leik Arsenal og Chelsea.
Mynd: EPA
Byrjun Arsenal á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni er söguleg og ekki sögulega góð.

Arsenal tapaði í dag fyrir Chelsea í Lundúnaslag. Sigurinn hjá Chelsea var einhvern veginn aldrei í hættu.

Romelu Lukaku, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea eftir félagaskiptin frá Inter, skoraði fyrsta markið eftir fína sókn. Vörn Arsenal leit mjög illa út. Seinna í fyrri hálfleiknum bætti Reece James við öðru marki með öflugu skoti sem Bernd Leno réði ekki við.

Lokatölur 2-0 og er Arsenal án stiga eftir fyrstu tvo leikina. Arsenal fer ekki fullkomlega af stað; tveir leikir, tvö töp og markatalan 0-4.

Þetta er í fyrsta sinn frá því Arsenal byrjaði að spila í efstu fjórum deildum Englands fyrir 118 árum síðan að liðið er án stiga og ekki með mark skorað í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner