Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. ágúst 2021 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Solskjær: Hef enga einustu áhyggjur af Pogba
Mynd: Getty Images
Paul Pogba byrjaði tímabilið af krafti. Manchester United vann Leeds 5-1 um síðustu helgi og Pogba lagði upp fjögur mörk.

Hann á aðeins eitt ár eftir af samningnum sínum við félagið en Ole Gunnar Solskjær þjálfari United var spurður út í það hvort hann væri smeykur um að Pogba væri á förum frá félaginu.

„Ég á von á því að hann verði hérna þegar 1. september gengur í garð. Ef þú átt 5 ár eða 1 ár eftir af samningnum þínum, þegar þú ert á samning hjá Man Utd verður þú að sýna stöðuga frammistöðu."

„Ég hef engar áhyggjur af því að lengd samnings einhvers leikmanns hafi áhrif á hvatningu hans. Þú vilt spila vel fyrir liðið, liðsfélagana, sjálfan þig, fjölskylduna þína, í hvert skipti sem þú spilar."

Pogba og Fernandes náðu vel saman gegn Leeds en Fernandes skoraði þrennu.

„Þú getur ekki ætlast til að skora 5 mörk í hverjum leik en þú getur ætlast til þess að hugarfarið sé rétt í hverjum einasta leik. Ég hef engar einustu áhyggjur af Pogba."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner