Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. ágúst 2021 19:06
Elvar Geir Magnússon
Sölvi í hægri bakverði - Nikolaj spilar í gegnum óþægindi
Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkinga.
Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú klukkan 19:15 er að hefjast leikur Víkings og Vals, toppslagur í Pepsi Max-deildinni. Víkingar komast upp að hlið Valsmanna með því að vinna sigur.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Karl Friðleifur Gunnarsson bakvörður og Júlíus Magnússon miðjumaður eru í banni hjá Víkingum og Arnar Gunnlaugsson notar Sölva Geir Ottesen í hægri bakverðinum í kvöld.

„Þetta var smá hausverkur. Við förum hefðbundna leið með óhefðbundnum leikmönnum," sagði Arnar á Stöð 2 Sport þegar hann var spurður út í hvernig hann fyllir skarð þeirra manna sem eru í banni.

„Við ætlum að reyna að halda í það kerfi sem við höfum spilað mest í sumar en það koma aðrir leikmenn inn og þá eru breyttar áherslur. Sölvi byrjar hægra megin og þarf að spila stöðuna aðeins öðruvisi en Kalli hefur verið að gera."

Reynir Leósson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, býst við að Sölvi verði traustur varnarlega í bakverðinum.

„Hann er góður að verjast og er skynsamur. Hann er einn reynslumesti leikmaður deildarinnar og á að geta leyst þetta þó sóknarþuninginn verði ekki mikill," segir Reynir.

Kári Árnason og Nikolaj Hansen voru tæpir fyrir leikinn en Arnar segir að Nikolaj finni fyrir sársauka en muni spila í gegnum hann.

„Vonandi getur hann gefið okkur einhverjar mínútur en við þurfum sífellt að fylgjast með því hvernig löppin er. Hann er óbrotinn en er marinn og það fylgja því óþægindi. En nú erum við komnir þetta langt og ef hann dettur út þá kemur bara annar í staðinn," segir Arnar um Nikolaj sem er markahæsti leikmaður deildarinnar og Víkingum gríðarlega mikilvægur.

„Nú er úrslitaleikur og menn þurfa að fórna sér," segir Reynir.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner