banner
   sun 22. ágúst 2021 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel: Æfðum mikið í síðustu viku, tvisvar á dag
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Chelsea fer vel af stað.
Chelsea fer vel af stað.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var gífurlega ánægður eftir 2-0 sigur gegn Arsenal í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni.

„Mér fannst við vera of passívir í fyrri hálfleik, það var tilfinning mín. Við æfðum mikið í síðustu viku, tvisvar á dag og mér fannst þreyta í mönnum," sagði Tuchel.

„Við áttum skilið að vinna en við getum bætt okkar leik," sagði sá þýski jafnframt.

Romelu Lukaku spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea eftir félagaskiptin frá Inter og hann átti draumabyrjun.

„Ég er mjög ánægður með það hvernig hann hefur komið inn hjá okkur. Hann gefur okkur sitthvað sem okkur vantaði, hann er góður í að vernda boltann. Þú getur ekki byrjað betur en með því að skora mörk. Hann bjó líka til færi."



„Þetta er fullkomin byrjun hjá okkur; tveir sigrar og við höfum haldið hreinu í báðum leikjunum... við erum enn að þróa okkar leik og verðum að halda áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner