Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. ágúst 2021 12:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel: Lampard átti skilið meiri tíma
Mynd: EPA
Arsenal og Chelsea mætast í Lundúnarslag í dag. Thomas Tuchel þjálfari Chelsea sat fyrir svörum á blaðamannafundi.

Þar ræddi hann um Frank Lampard fyrrum stjóra liðsins en Tuchel tók við af honum á síðustu leiktíð.

Hann spurði forráðamenn Chelsea hvort þeir væru alveg vissir að þeir vildu reka Lampard. Hann taldi að Lampard hafi átt skilið meiri tíma.

„Ég spurði forráðamenn Chelsea í fyrsta símtalinu "Eru þið vissir með þetta?" af því að aðdáendurnir munu ekki líka við þetta. Kannski á hann skilið meiri tíma. Þegar ég hugsa um Chelsea hugsa ég um Lampard, Terry, Cech og Drogba."

„Lampard hefur allt sem Chelsea hefur. Vinnusemi, ákveðni, hann er mikill leiðtogi en á sama tíma venjulegur maður inná vellnum og mikill liðsmaður. Algjör goðsögn."

Hann sá að forráðamenn liðsins hefðu svo gott sem tekið ákvörðunina svo það var að hrökkva eða stökkva fyrir hann.

„Ég sá að þeir voru búnir að ákveða sig svo það var að hrökkva eða stökkva fyrir mig. Þá vonaðist ég eftir að fá tækifæri frá leikmönnunum, þegar þú kemur þá eru ekki allir leikmennirnir ánægðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner