Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. september 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á áttræðisaldri en verður áfram landsliðsþjálfari Úrúgvæ
Tabarez þurfti að vera með staf á hliðarlínunni á HM í Rússlandi.
Tabarez þurfti að vera með staf á hliðarlínunni á HM í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Oscar Tabarez hefur skrifað undir áframgildandi samning sem landsliðsþjálfari Úrúgvæ. Nýr samningur hans er til fjögurra ára sem þýðir að hann gildir út Heimsmeistaramótið, sem á að fara fram í Katar árið 2022.

Tabarez þjálfari Úrúgvæ fyrst frá 1988 til 1990 en hann tók aftur við liðinu árið 2006 og hefur hann þjálfað liðið síðan þá. Hann er eini þjálfarinn í sögunni sem hefur stýrt landsliðið á fjórum Heimsmeistaramótum en hann á metið yfir flesta landsleiki sem þjálfari hjá einni þjóð, 185 leiki.

Tabarez er orðinn 71 árs gamall og á erfitt með að ganga.

Hann er mjög virtur í Úrúgvæ eftir þann árangur sem hann hefur náð með landsliðinu. Hann kom liðinu í undanúrslitin á HM 2010 og vann Úrúgvæ Suður-Ameríkubikarinn árið 2011 undir hans stjórn.

Úrúgvæ féll úr leik á HM í Rússlandi í sumar í 8-liða úrslitunum gegn Frakklandi sem varð svo Heimsmeistari.
Athugasemdir
banner