banner
   lau 22. september 2018 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Jón Daði heldur áfram að skora fyrir Reading
Jón Daði er að gera flotta hluti. Hann er með fimm mörk í átta leikjum í Championship.
Jón Daði er að gera flotta hluti. Hann er með fimm mörk í átta leikjum í Championship.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Birkir sat allan tímann á bekknum.
Birkir sat allan tímann á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Jón Daði Böðvarsson heldur áfram að skora fyrir Reading, í fyrsta sinn á tímabilinu skoraði hann í sigri í dag.

Eftir að hafa skorað í 2-1 tapi gegn Norwich á miðvikudaginn þá sneri Selfyssingurinn aftur í byrjunarlið Reading gegn Hull í dag. Reading gerði sér lítið fyrir og skellti Hull 3-0 en Jón Daði skoraði annað mark Reading á 70. mínútu.

Reading er í 20. sæti deildarinnar (af 24 liðum) eftir sigurinn.


Ótrúlegt mark
Aston Villa tapaði 1-2 á heimavelli gegn Sheffield Wednesday. Birkir Bjarnason sat allan tímann á bekknum hjá Villa en hann hefur ekki spilað mikið að undanförnu.

Skotinn John McGinn skoraði magnað mark í leiknum fyrir Villa en það dugði. Smelltu hér til að sjá markið, þú munt ekki sjá eftir því.

Aston Villa er í 12. sæti deildarinnar með 13 stig.

Hér að neðan eru úrslitin í þeim leikjum sem búnir eru í dag. Leeds tapaði óvænt á heimavelli gegn Birmingham en er áfram á toppi deildarinnar með 18 stig, eins og Middlesbrough.

Aston Villa 1 - 2 Sheffield Wed
0-1 Marco Matias ('49 )
1-1 John McGinn ('54 )
1-2 Steven Fletcher ('67 )

Derby County 3 - 1 Brentford
0-1 Henrik Dalsgaard ('2 )
1-1 Harry Wilson ('14 )
2-1 David Nugent ('21 )
3-1 Mason Mount ('28 )

Ipswich Town 0 - 0 Bolton
Rautt spjald:Marc Wilson, Bolton ('34)

Leeds 1 - 2 Birmingham
0-1 Che Adams ('8 )
0-2 Che Adams ('29 )
1-2 Ezgjan Alioski ('90 )

Middlesbrough 0 - 0 Swansea

Nott. Forest 1 - 0 Rotherham
1-0 Lewis Grabban ('88 , víti)

Reading 3 - 0 Hull City
1-0 Sam Baldock ('5 )
2-0 Jon Dadi Bodvarsson ('70 )
3-0 Andy Yiadom ('82 )
Rautt spjald:John O'Shea, Reading ('84)

Sheffield Utd 3 - 2 Preston NE
1-0 Billy Sharp ('36 )
2-0 Chris Basham ('52 )
2-1 Callum Robinson ('80 )
2-2 Daniel Johnson ('83 )
3-2 David McGoldrick ('87 )

Stoke City 2 - 3 Blackburn
0-1 Bradley Dack ('26 )
0-2 Danny Graham ('44 )
0-3 Harrison Reed ('46 )
1-3 Saido Berahino ('79 )
2-3 Tom Ince ('80 )

West Brom 2 - 0 Millwall
1-0 Dwight Gayle ('68 )
2-0 Matthew Phillips ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner