Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. september 2018 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Öruggt hjá Liverpool en Man Utd missteig sig
Liverpool er með fullkominn árangur í fyrstu sex leikjunum.
Liverpool er með fullkominn árangur í fyrstu sex leikjunum.
Mynd: Getty Images
Úr leik Man Utd og Wolves.
Úr leik Man Utd og Wolves.
Mynd: Getty Images
Man City vann auðveldan sigur.
Man City vann auðveldan sigur.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg lagði upp.
Jóhann Berg lagði upp.
Mynd: Getty Images
Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það virðist lítið sem ekkert geta stöðað liðið þessa daganna.

Leikmenn eins og Joe Gomez og James Milner, sem hafa verið gífurlega mikilvægir í byrjun tímabils, fóru á bekkinn þegar Liverpool fékk Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni, í leik sem hófst klukkan 14:00, en það kom ekki að sök.

Liverpool komst yfir strax á tíundu mínútu með sjálfsmarki Wesley Hoedt og bætti Joel Matip við öðru marki á 21. mínútu. Mohamed Salah gerði þriðja markið fyrir hálfleik og þar við sat. Ekki voru fleiri mörk skoruð í seinni hálfleik.

Niðurstaðan var 3-0 sigur fyrir Liverpool sem er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

Man Utd missteig sig gegn Wolves
Á sama tíma og Liverpool vann öruggan sigur á Southampton þá gerði Manchester United jafntelfi við Wolves á heimavelli.

Fred kom Man Utd yfir á 18. mínútu með flottu skoti eftir góðan undirbúning frá Paul Pogba en snemma í seinni hálfleik jafnaði Joao Moutinho með frábæru skoti.

Man Utd lá í sókn síðustu mínúturnar án þess að búa til mikla hættu og 1-1 niðurstaðan.

Man Utd er með 10 stig og er í fimmta sæti deildarinnar. Wolves er með níu stig í níunda sæti.

Jói Berg lagði upp og Man City vann stórsigur
Burnley gerði sér lítið fyrir og skellti Bournemouth til að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Fyrir leikinn var Bournemouth í fimmta sæti með 10 stig en Burnley á botninum með eitt stig. Burnley bar sigur úr býtum gegn Bournemouth 4-0!

Jóhann Berg lagði upp annað mark Burnley fyrir Aaron Lennon.


Burnley er komið af botninum en Huddersfield vermir nú botnsætið eftir 3-1 tap gegn Leicester. Newcastle og Crystal Palace gerðu þá markalaust jafntefli.

Að lokum ber svo að nefna það að Manchester City, Englandsmeistararnir áttu ekki í neinum vandræðum með Cardiff. Lokatölur urðu 5-0 en Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Cardiff vegna meiðsla. Riyad Mahrez skoraði tvennu en Sergio Aguero, Bernardo Silva og Ilkay Gundogan voru líka á skotskónum.

City er með 16 stig, tveimur stigum á eftir Liverpool. Cardiff er í næst neðsta sæti deildarinnar með tvö stig.

Hér að neðan eru úrslitin í leikjunum sem voru að klárast.

Klukkan 16:30 hefst leikur Brighton og Tottenham.

Burnley 4 - 0 Bournemouth
1-0 Matej Vydra ('39 )
2-0 Aaron Lennon ('41 )
3-0 Ashley Barnes ('83 )
4-0 Ashley Barnes ('88 )

Cardiff City 0 - 5 Manchester City
0-1 Sergio Aguero ('32 )
0-2 Bernardo Silva ('35 )
0-3 Ilkay Gundogan ('44 )
0-4 Riyad Mahrez ('67 )
0-5 Riyad Mahrez ('89 )

Crystal Palace 0 - 0 Newcastle

Leicester City 3 - 1 Huddersfield
0-1 Mathias Jorgensen ('5 )
1-1 Kelechi Iheanacho ('19 )
2-1 James Maddison ('66 )
3-1 Jamie Vardy ('75 )

Liverpool 3 - 0 Southampton
1-0 Wesley Hoedt ('10 , sjálfsmark)
2-0 Joel Matip ('21 )
3-0 Mohamed Salah ('45 )

Manchester Utd 1 - 1 Wolves
1-0 Fred ('18 )
1-1 Joao Moutinho ('53 )
Athugasemdir
banner
banner
banner