Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. september 2018 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tottenham náði í mikilvægan sigur til Brighton
Leikmenn Tottenham fagna marki.
Leikmenn Tottenham fagna marki.
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 2 Tottenham
0-1 Harry Kane ('42 , víti)
0-2 Erik Lamela ('76 )
1-2 Anthony Knockaert ('90 )

Tottenham vann mikilvægan sigur gegn Brighton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar. Spurs heimsótti Brighton en þetta er erfiður útivöllur að fara á.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en það var eitt mark skorað í honum. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu á 42. mínútu leiksins.

Brighton átti ágætis kafla í seinni hálfleik og skoraði meðal annars mark sem var dæmt af. Svekkjandi fyrir Brighton sem lenti 2-0 undir á 76. mínútu þegar Erik Lamela skoraði.

Anthony Knockaert minnkaði muninn í uppbótartíma og í næstu sókn komst Brighton í ágætis færi til að jafna. En Knockaert átti skot sem Gazzaniga í markinu átti ekki í miklum vandræðum með.

Lokatölur 2-1 fyrir Tottenham.

Hvað þýða þessi úrslit?
Meira sjálfstraust fyrir Tottenham sem hafði tapað þremur leikjum í röð. Tottenham er í fimmta sæti með 12 stig. Brighton er í 14. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner