Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. september 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer heim og horfir á Scholes til að læra eitthvað nýtt
Mateo Kovacic.
Mateo Kovacic.
Mynd: Getty Images
Króatíski landsliðsmiðjumaðurinn Mateo Kovacic gekk í raðir Chelsea á lánssamningi frá Real Madrid í síðasta félagaskiptaglugga.

Kovacic hefur komið við sögu í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni og staðið sig ágætlega.

Í samtali við The Sun viðurkennir Kovacic að hann horfi mikið á Paul Scholes, fyrrum leikmann Manchester United, með það að markmiðið að reyna að bæta sig.

„Mitt mat er það að Scholes er einn sá besti sem uppi hefur verið," sagði Kovacic.

„Allir leikmenn þurfa að einbeita sér að sér en hann var magnaður. Ég nýt þess enn að horfa á myndbönd af honum á Youtube. Stundum fer ég heim og horfi á hann til þess að læra eitthvað nýtt."

„Hann hafði allt. Hann var nútímamiðjumaður, skoraði mörk og varðist vel. Ég vil ekki herma eftir neinum en mér finnst gamana að horfa á Scholes. Ég horfi líka á aðra leikmenn eins og Luka Modric og Andres Iniesta."

Kovacic verður í eldlínunni með Chelsea á morgun gegn West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner