lau 22. september 2018 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Hvaða lið fara upp í Inkasso?
Afturelding er í góðum séns á að komast upp en liðið er í efsta sæti fyrir lokaumferðina
Afturelding er í góðum séns á að komast upp en liðið er í efsta sæti fyrir lokaumferðina
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lokaumferðir í Pepsi-deild kvenna, Inkasso-deild karla og 2. deild karla fara fram í dag en það er hörð barátta í gangi í deildunum.

Það er allt ráðið í Pepsi-deild kvenna en í Inkasso-deildinni hjá körlunum er barátta um að halda sér í deildinni. ÍR tekur þá á móti Magna. Grenivíkurliðið þarf að vinna ÍR til að halda sér uppi en ÍR-ingum nægir hins vegar jafntefli.

Mesta spennan er þó í 2. deild karla þar sem fjögur lið berjast um að komast upp. Afturelding og Grótta eru í efstu tveimur sætunum með 42 stig á meðan Vestri er með 41 stig og Völsungur 40 stig.

Leikir dagsins:

Pepsi-deild kvenna
14:00 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
14:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Stjarnan-Þór/KA (Samsung völlurinn)
14:00 HK/Víkingur-KR (Víkingsvöllur)

Inkasso deildin - 1. deild karla
14:00 Fram-Víkingur Ó. (Laugardalsvöllur)
14:00 Þór-Leiknir R. (Þórsvöllur)
14:00 Njarðvík-Selfoss (Njarðtaksvöllurinn)
14:00 ÍR-Magni (Hertz völlurinn)
16:00 Haukar-HK (Ásvellir)
16:00 ÍA-Þróttur R. (Norðurálsvöllurinn)

2. deild karla
14:00 Leiknir F.-Víðir (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Þróttur V.-Fjarðabyggð (Vogabæjarvöllur)
14:00 Grótta-Huginn (Vivaldivöllurinn)
14:00 Tindastóll-Völsungur (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Kári-Vestri (Akraneshöllin)
14:00 Höttur-Afturelding (Vilhjálmsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner