Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. september 2018 15:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Eitt af mörkum tímabilsins kom í sigri Parma
Gervinho skoraði markið.
Gervinho skoraði markið.
Mynd: Getty Images
Parma 2 - 0 Cagliari
1-0 Roberto Inglese ('20 )
2-0 Gervinho ('47 )

Parma náði í sinn annan sigur í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið fór með sigur af hólmi gegn Cagliari í fyrsta leik dagsins í deild þeirra bestu á Ítalíu.

Roberto Inglese sá til þess að staðan var 1-0 fyrir Parma í hálfleik en í seinni hálfleik skoraði Gervinho eitt af mörkum tímabilsins á Ítalíu.

Markið má sjá með því að smella hér. Algörlega stórglæsilegt mark.

Mark Gervinho var það síðasta í leiknum og 2-0 sigur Parma staðreynd.

Parma er í sjöunda sæti en Cagliari er í 13. sæti.

Þeir leikir sem eru eftir í dag í Seríu A:
16:00 Fiorentina - Spal
18:30 Sampdoria - Inter

Sveinn Aron ónotaður varamaður
Það var líka leikið í Seríu B í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen var allan tímann á varamannabekknum þegar Sepeza lagði Cittadella 1-0.

Spezia er í sjöunda sæti en Sveinn Aron hefur ekki enn komið við sögu í keppnisleik hjá Spezia. Hann kom til Spezia í lok júlí, frá Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner