Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. september 2018 12:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Malmö vill Zlatan heim - Endar hann ferilinn þar?
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur staðfest að hann sé að hugsa um að fara aftur þangað sem ferilinn byrjaði; Malmö.

Zlatan er 36 ára og er á mála hjá Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni. Hann gekk í raðir Galaxy frá Manchester United í mars síðastliðnum og er hann með 17 mörk í 22 leikjum í MLS-deildinni.

Zlatan hefur unnið deildartitla á flestum stöðum sem hann hefur spilað á. Hann hefur unnið deildartitla í Hollandi, á Ítalíu, á Spáni, í Frakklandi en ekki á Englandi eða í Bandaríkjunum. Hann vantar líka titil með uppeldisfélaginu, Malmö.

Í viðtali við sænska blaðamanninn Calle Schulman heldur hann dyrunum opnum fyrir Malmö.

„Ég hef fengið tilboð. Þeir sögðu mér að koma heim og enda ferilinn þar. Ég loka engum dyrum, þetta er titill sem mig vantar," sagði Zlatan og átti þar við sænska meistaratitilinn.

Zlatan er samningsbundinn LA Galaxy til loka árs 2020 og er ekki hægt að gera ráð fyrr en að hann gangi í raðir Malmö fyrr en þá, ef hann fer þ.e.a.s. til Malmö.

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er í dag á mála hjá Malmö og er að spila vel með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner