banner
   lau 22. september 2018 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matic gaf stóra upphæð til ungs drengs með krabbamein
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic er miðjumaður Manchester United og einn besti leikmaður serbneska landsliðsins.

Matic fær vel borgar fyrir sitt starf hjá einu stærsta knattspyrnufélagi heims en hann notar ekki allan þann pening sem hann fær fyrir sjálfan sig eða fjölskyldu sína. Matic gaf nefnilega hvorki meira né minna en 70 þúsund evrur (9 milljónir íslenskar krónur) Dusan Todorovic, sem er ungur serbneskur drengur.

Dusan er með krabbamein, sömu gerð af krabbameini og Bradley Lowery, sem var mikill stuðningsmaður Sunderland, var með. Það nefnist neuroblastoma á ensku eða taugakímfrumnaæxli á íslensku.

Það fór fram herferð í Serbíu til þess að Dusan gæti sótt sér aðstoðar í baráttu sinni við krabbamen en eftir þetta stóra framlag frá Matic þá getur hann farið til Barcelona og fengið þá aðstoð sem hann þarf frá læknum þar.

Matic vildi hafa nafnleynd yfir framlagi sínu en faðir Dusan upplýsti um það hver hefði verið að baki þess.

Fallega gert hjá Matic.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner