Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. september 2018 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Neymar er Kim Kardashian fótboltans"
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Joey Barton.
Joey Barton.
Mynd: Getty Images
Joey Barton, sem er í dag stjóri Fleetwood Town í ensku C-deildinni, hefur sterkar skoðanir á Brasilíumanninum Neymar. Fyrir fimm árum síðan líkti hann honum við kanadísku poppstjörnuna Justin Bieber.

Hér að neðan er færsla Barton um Brasilíumanninn.



„Ég ákvað að líkja honum við Justin Bieber, tímasetningin var skelfileg því Bieber gaf út frábæra plötu svo ég var svolítið harður við Bieber að líkja honum við Neymar," sagði Barton í samtali við Fótbolta.net í fyrra þegar hann var spurður út í færslu sína.

Sjá einnig:
Joey Barton um Neymar: Skil ekki enn „hæpið" í kringum hann

Í viðtali við franska íþróttablaðið L'Equipe um helgina ákvað Barton að líkja Neymar við aðra mjög svo fræga manneskju, Kim Kardashian.

„Hann er Kim Kardashian fótboltans," sagði Barton um Neymar.

„Neymar er ekki besti fótboltamaður í heimi, við sáum það á HM í Rússlandi. Hann er ekki eins góður og Ronaldo og Messi, og það eru margir aðrir leikmenn á undan honum."

Barton heldur því fram að Neymar sé ekki stórkostlegur þegar kemur að fótboltahæfileikum, hann sé stórkostlegur í að auglýsa sjálfan sig, eins og Kardashian-fjölskyldan.

Barton tók það einnig fram í viðtalinu að það yrði ekkert mál fyrir hann að þjálfa franska liðið Marseille. Barton var í láni hjá Marseille 2012/13 tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner