Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. september 2018 16:28
Arnar Helgi Magnússon
Pirraður Ian Jeffs neitaði viðtölum - „Engin viðtöl í dag"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV og Selfoss mættust í lokaumferð Pepsideildarinnar á Selfossi í dag. ÍBV hafði tögl og haldir í leiknum en Selfyssingar fengu vítaspyrnu undir lok leiksins.

Bryndís Lára markvörður ÍBV fór þá út í fyrirgjöf frá leikmanni Selfoss en það gerði Magdalena Anna líka og svo virðist sem að Bryndís hafi brotið á Magdalenu með því að kýla aftan í hnakkann á henni.

Eflaust algjört óviljaverk.

Magdalena Anna fór sjálf á punktinn og skoraði úr vítaspyrnunni. Þegar Breki Sigurðsson dómari leiksins flautaði af hljóp Ian Jeffs að honum og lét hann heyra það og uppskar rautt spjald eftir að leiknum lauk.

Þegar fréttamaður óskaði eftir viðtali við Jeffs sagðist hann ekki hafa neinn áhuga á því. Fréttamaður spurði þá hvort hann gæti fengið leikmann en þá svaraði Ian með þeim orðum, „Engin viðtöl í dag".

Þess má geta að þegar fréttamaður var að yfirgefa svæðið var leikmaður ÍBV í viðtali við Stöð 2 Sport. Ekki er vitað hvort að það hafi verið með samþykkji Jeffs.
Athugasemdir
banner
banner
banner