Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. september 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá um leikmannakaupin en vissi ekki hver Mertesacker væri
Keegan er fyrrum stjóri Newcastle.
Keegan er fyrrum stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Per Mertesacker.
Per Mertesacker.
Mynd: Getty Images
Kevin Keegan er fyrrum leikmaður og stjóri Newcastle. Hann stýrði liðinu fyrst frá 1992 til 1997 og síðan árið 2008. Hann tók við liðinu í janúar það ár en hann var hættur í september eftir rifrildi við stjórnarmenn.

Þegar Keegan stýrði liðinu árið 2008 áttu Dennis Wise, fyrrum leikmaður Chelsea, og viðskiptamaðurinn Tony Jimenez að sjá um leikmannakaup.

Keegan var langt frá því að vera sáttur með tvímenningana en leikmennirnir sem þeir fengu til félagsins voru flestir langt frá því að vera nægilega góðir. Þá fengu þeir leikmenn sem Keegan hafði ekki samþykkt að fá til liðsins.

Jimenez sagði nei við Luka Modric áður en Króatinn fór til Tottenham en í nýrri bók sinni segir Keegan frá því hversu litla þekkingu Jimenez hafði í raun og veru á fótbolta.

Bókin verður gefin út í næstu viku en Times birtir brot út henni í dag.

„Jimenez hafði sett sig í hlutverk fótboltasérfræðings en það kom í ljós að hann vissi lítið sem ekkert. Í umræðum um möguleg leikmannakaup viðurkenndi hann að hann vissi ekki hver Per Mertesacker væri," segir Keegan í bókinni.

„Það er erfitt að trúa þessu. Mertesacker hafði spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Þýskaland fjórum árum áður."

„Hann var einn besti leikmaður HM 2006 og hjálpaði Þýskalandi að komast í úrslitaleikinn á EM 2008."

„Hann var einn besti varnarmaður Evrópu," sagði Keegan sem segist eiga margar aðrar sögur um þennan tíma hjá Newcastle. „Ég hafði aldrei kynnst öðru eins hjá fótboltafélagi."

Varð elskaður hjá Arsenal
Ef aðeins er talað meira um Mertesacker þá var hann hjá Werder Bremen á þessum tíma sem hann var í umræðunni hjá Keegan og félögum í Newcastle.

Mertesacker var keyptur til Arsenal árið 2011 og varð síðar fyrirliði liðsins. Hann er elskaður af stuðningsmönnum Arsenal en er í dag starfandi hjá akademíu félagsins.

Hann spilaði meira en 200 leiki fyrir Arsenal og hefði án efa getað reynst Newcastle vel.
Athugasemdir
banner
banner