Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   lau 22. september 2018 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu á bak við tjöldin hjá FH í undirbúningi fyrir leik
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í sjötta þætti Fimleikafélagsins er fylgst með mönnunum á bekknum sem sjá til þess að allt gangi snuðrulaust fyrir sig í undirbúning leikja og á meðan þeim stendur. Liðsstjórninni.

Fylgst er með þeim Ása Haralds aðstoðarþjálfara, Róberti Magnússyni sjúkraþjálfara, Gaua styrktarþjálfara og Ólafi Guðmundssyni liðsstjóra. En Ólafur hefur starfað sem liðsstjóri í sjálfboðastarfi síðan 2002, einungis misst af einni Evrópuferð liðsins og farið til yfir 18 landa með liðinu.

Myndavélar eltu þá síðustu dagana fyrir og á leik liðsins gegn Víking Reykjavík síðastliðin sunnudag. Leikurinn varð fyrir margar sakir ansi forvitnilegur.

FH á strembið verkefni framundan, en liðið þarf að leggja Val og Stjörnuna í síðustu tveimur leikjum tímabilsins og treysta á að KR tapi stigum til að eiga séns á Evrópusæti. Næsti leikur liðsins er gegn Val í Kaplakrika á sunnudag kl. 14.00.

Horfa má á þáttinn í spilaranum að ofan eða neðst í fréttinni en FH réðst fyrir nokkrum vikum í þáttaröð um liðið. Þessi þáttur er hluti af þeirri þáttaröð.

„Fórna mér fyrir lest fyrir þennan mann"
Segja má að Ólafur liðsstjóri FH hafi stolið senunni í nýjasta þættinum en á Twitter skapaðist umræða um hann.

Anton Ingi Leifsson, fréttamaður á Vísi, birti skjáskot úr þættinum þar sem verið er að ræða við Ólaf. Tveir fyrrum leikmenn FH settu athugasemdir við færsluna.

„Nicest guy you will ever meet," skrifar Sam Hewson, núverandi leikmaður Grindavíkur en hægt er að þýða það yfir á íslensku sem: „Vingjarnlegasti maður sem þú munt nokkurn tímann hitta."

Bergsveinn Ólafsson, sem leikur með Fjölni í dag, gekk aðeins lengra og sagði:

„Myndi fórna mér fyrir lest fyrir þennan mann!"

Ólafur greinilega mjög vel liðinn í Kaplakrikanum en hann hefur starfað þar, eins og segir að ofan, frá árinu 2002.







Athugasemdir
banner
banner
banner