Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 22. september 2018 09:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir miðjumenn Man Utd til Barcelona?
Powerade
Pogba er áfram orðaður við Barcelona.
Pogba er áfram orðaður við Barcelona.
Mynd: Getty Images
Carvalhal vill annað tækifæri í ensku úrvalsdeildinni.
Carvalhal vill annað tækifæri í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðri dagsins í boði Powerade. BBC tók saman helstu slúðurmolana.



Njósnarar Barcelona fylgdust með Paul Pogba (25), miðjumanni Manchester United gegn Young Boys í Meistaradeildinni á miðvikudag. Pogba skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp eitt, í 3-0 sigri. (Mundo Deportivo)

United fer fyrir þeirri áætlun að færa lokadag félagaskiptagluggans aftur til loka águstmánaðar. (Mail)

Christian Eriksen, Toby Alderweireld og Danny Rose vilja allir fá betri samning hjá Tottenham, svipaðan samning og Harry Kane er með. Kane er að fá 200 þúsund pund í vikulaun. (Sun)

Olivier Giroud (31) er á óskalista Besiktas í Tyrklandi. Samningur sóknarmannsins við Chelsea rennur út næsta sumar. (Goal)

Samningur miðjumannsins Adrien Rabiot (23) við Paris Saint-Germain rennur út næsta sumar. Hann er opinn fyrir því að fara til Manchester City. (Metro)

Carlos Carvalhal, fyrrum stjóri Swansea, vill fá annað tækifæri sem stjóri í ensku úrvalsdeildinni. (Times)

Barcelona ætlar að gera aðra tilraun til að fá Ander Herrera (29), miðjumann Manchester United. Barcelona reyndi að fá Herrera í síðasta félagaskiptaglugga. Samningur Spánverjans við Man Utd rennur út næsta sumar. (Sun)

Joey Barton, stjóri Fleetwood Town í ensku C-deildinni, vill einn daginn stýra Marseille í Frakklandi. Barton var í láni hjá Marseille sem leikmaður 2012/13 tímabilið. (L'Equipe)

Glenn Murray (34) hefur ekki hafið viðræður við Brighton um nýjan samning þrátt fyrir að samningur sóknarmannsins renni út næsta sumar. (Talksport)

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, er ekki viss um hvað hann fær mikla fjármuni til félagaskipta í janúar. (Chronicle)

Búist er við því að Sergio Busquets (30) skrifi undir nýjan og betri samning við Barcelona á næstu vikum. (ESPN)

Búið er að reisa styttu af Radamel Falcao (32), fyrrum sóknarmanni Manchester United og núverandi sóknarmanni Mónakó, í heimabæ hans í Kólumbíu. (Mail)

Bakary Sako (30), fyrrum sóknarmaður Wolves, er að æfa með West Brom. Hann fékk ekki nýjan samning hjá Crystal Palace eftir síðustu leiktíð. (Express & Star)
Athugasemdir
banner
banner