Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 19:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM kvenna: Jafntefli í uppgjöri toppliðanna
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 1 Svíþjóð
0-1 Anna Anvegård ('33 )
1-1 Elín Metta Jensen ('61 )
Lestu nánar um leikinn

Ísland og Svíþjóð öttu í kvöld kappi í fyrri leik liðanna í riðlakeppni fyrir EM2021. Um var að ræða uppgjör toppliðanna en bæði lið höfðu unnið alla sína leiki til þessa í riðlinum, í kvöld var leikið á Laugardalsvelli.

Sænska liðið leiddi þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik en það má með sanni segja að staðan hafi verið svekkjandi fyrir íslenska liðið. Sara Björg Gunnarsdóttir tókst að koma boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks en brot var dæmt á íslenska liðið inn á vítateig þess sænska. Mjög litlar sakir við fyrstu og aðra sýn.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Ísland jafnaði en dómari leiksins dæmdi „óskiljanlegt" brot

Á 61. mínútu jafnaði Elín Metta Jensen metin fyrir Ísland þegar hún skallaði langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttir í netið. Boltinn skoppaði inn á vítateig Svía og Elín Metta var mætt á réttan stað og komst í boltann.

Á 67. mínútu fékk sænska liðið gott færi en Sandra Sigurðardóttir í marki Íslands bjargaði frábærlega. Á 78. mínútu átti Elín Metta tilraun sem fór af þverslánni á marki Svía en þaðan aftur fyrir. Á 88. mínútu átti svo Sveindís Jane flottan sprett inn á teiginn og togað var í hana. Sveindís stóð togið af sér og Svíum tókst að hreinsa.

Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan því jafntefli sem þýðir að Svíþjóð er áfram á toppi riðilsins með betri markatölu en Ísland.

Sænska liðið var betra í fyrri hálfleik en íslenska liðið kom vel inn í seinni hálfleikinn og skoraði verðskuldað jöfnunarmark. Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum á Stöð 2 Sport og var hans mat að það vantaði smá kraft undir lokin til að ná í sigur.

Næsti leikur liðanna er svo seinni leikur þjóðanna í riðlinum, sá leikur fer fram ytra þann 27. október.
Athugasemdir
banner
banner