Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 10:43
Innkastið
Valur hefur skorað 23 mörkum fleira á útivelli en heima
Valsmenn fagna marki í Garðabænum í gær.
Valsmenn fagna marki í Garðabænum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn unnu 5-1 útisigur á Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi eftir að hafa verið 5-0 yfir eftir 33 mínútur.

Þetta var í annað skipti í sumar sem Valur vinnur 5-1 á útivelli en liðið gerði slíkt hið sama gegn Víkingi R. fyrr í sumar. Valur skoraði einnig fimm mörk í 5-4 útisigri gegn KR.

„Valur hefur farið átta sinnum á útivöll og er með fullt hús þar. Markatalan er 31-10 þar," benti Gunnar Birgisson á í Innkastinu í gær.

Á heimavelli hafa Valsmenn hins vegar skorað mun minna eða átta mörk í sjö leikjum. Hlíðarendaliðið virðist kunna mun betur við sig á útivelli á þessu tímabili.

Heimaleikir Vals
Valur 0 - 1 KR
Valur 1 - 4 ÍA
Valur 0 - 0 Stjarnan
Valur 3 - 0 Fylkir
Valur 1 - 0 KA
Valur 1 - 0 HK
Valur 2 - 0 Víkingur R.

Útileikir Vals
Grótta 0 - 3 Valur
HK 0 - 4 Valur
Víkingur R. 1 - 5 Valur
Breiðablik 1 - 2 Valur
Fjölnir 1 - 3 Valur
KR 4 - 5 Valur
ÍA 2 - 4 Valur
Stjarnan 1 - 5 Valur
Innkastið - Vonbrigðin eru víða
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner