Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. október 2018 09:30
Elvar Geir Magnússon
85% stuðningsmanna Real Madrid kenna Perez um
Florentino Perez er ekki vinsæll um þessar mundir.
Florentino Perez er ekki vinsæll um þessar mundir.
Mynd: Getty Images
Dagblaðið Diario AS í Madríd gerði í gær skoðanakönnun þar sem kom í ljós að 85% telja að Florentino Perez forseti Real Madrid eigi sökina á þeirri krísu sem ríkir nú hjá félaginu.

Starf þjálfarans Julen Lopetegui hangir á bláþræði en Madrídarliðið hefur tapað fjórum og gert eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum sínum.

Real Madrid er fjórum stigum á eftir Barcelona fyrir El Clasico sem verður um næstu helgi.

Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus í sumar en enginn sóknarleikmaður keyptur til að vega upp á móti þeim mörkum sem yfirgáfu Madríd með portúgalska leikmanninum.

„Það hjálpar væntanlega ekki að allir vita að Lopetegui var langt frá því að vera fyrsti kosturinn hjá Perez þegar Zidane fór. Fyrst hafði verið talað við Mauricio Pochettino, Massimiliano Allegri, Julian Nagelsmann og Antonio Conte. Þeir sögðu allir nei eða fengu ekki að fara, eða bæði," segir Guillem Balague, sérfræðingur um spænska boltann.

Real Madrid hefur byrjað leiki sína á tímabilinu herfilega og 89% marka sem liðið hefur fengið á sig komið í fyrri hálfleikjum.

„Lopetegui þurfti nýja leikmenn í sumar. Hann vildi sóknarmanninn Willian Jose hjá Real Sociedad og miðjumann í stað Mateo Kovacic sem fór til Chelsea. Hann fékk hvorugt og þarf bara að kyngja því. Hann heldur áfram að vera jákvæður í viðtölum og segist hafa trú á liðinu. En hefur Real Madrid enn trú á Lopetegui?"

Er Ronaldo svona rosalega sárt saknað?

„Stundum þarftu markaskorara til að vinna þá leiki þegar þú ert ekki að spila vel. Madrid var með Ronaldo. Að því sögðu spyr maður sig hvort Real Madrid eigi að þurfa Ronaldo til að vinna lið eins og Alaves, Levante og CSKA Moskvu? Ekki að mínu mati," segir Balague.
Athugasemdir
banner
banner
banner