Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 22. október 2018 10:40
Elvar Geir Magnússon
Barkley lætur fjarlægja húðflúr - „Var ungur og vitlaus"
Barkley í dag | Barkley áður
Barkley í dag | Barkley áður
Mynd: Getty Images
Ross Barkley, leikmaður Chelsea, segist hafa þroskast mikið, innan og utan vallar.

Hann hefur undanfarna mánuði verið að láta fjarlæga húðflúr sem hann fékk sér ungur að aldri. Hann fékk sér fyrsta húðflúrið aðeins fjórtán ára gamall.

„Ég fékk mér húðflúrin þegar ég var ungur og stundum gerirðu heimskulega hluti þegar þú ert ungur og hugsar ekki út í þá," segir Barkley.

Barkley segist hafa uppgötvað það með aldrinum að hann vildi losna við húðflúrin og hefur verið að láta fjarlægja þau jafnt og þétt.

„Ég útiloka það ekki að fá mér önnur, kannski þegar ég eignast börn. Þá gæti ég fengið húðflúr tileinkuð þeim."

Bestu tíu dagar ferilsins
Barkley tryggði Chelsea stig gegn Manchester United um helgina en hann skoraði jöfnunarmark í uppbótartíma. Hann tók þátt í sigri Englands gegn Spáni á dögunum og segir að þessi tíu daga kafli hafi verið hans besti á ferlinum.

„Ég hef verið að skora og leggja upp og lék vel fyrir enska landsliðið. Það sýnir að vinnan er að skila sér á endanum. Það var frábær tilfinning að skora sitt fyrsta mark á Stamford Bridge," segir Barkley.

„Ég er orðinn 24 ára og kominn með meiri leikskilning. Ég er hjá stóru félagi og er með magnaða leikmenn í kringum mig. Ég er ánægður með mína frammistöðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner