mán 22. október 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Emre Can missir líklega af leiknum gegn Man Utd
Mynd: Getty Images
Emre Can mun líklega missa af stórleik Juventus gegn Manchester United í Meistaradeildinni vegna skjaldkirtilsvandamáls.

Yfirlýsing frá félaginu segir að miðjumaðurinn muni gangast undir rannsókn í dag og í kjölfarinu verði ákveðið hvort þörf sé á aðgerð eða ekki.

Can gæti reynst mikilvægur gegn Rauðu djöflunum enda hefur hann mikla reynslu á Old Trafford eftir fjögur ár hjá Liverpool.

Can leikur mikilvægt hlutverk hjá Juventus þrátt fyrir samkeppni um stöðu frá mönnum á borð við Blaise Matuidi og Sami Khedira.

Cristiano Ronaldo er aftur á móti við fulla heilsu og búinn að taka út leikbann eftir atvik í sigri gegn Valencia í fyrstu umferð. Það verður áhugavert að fylgjast með honum mæta aftur á Old Trafford.

Juventus er á toppi H-riðils með sex stig eftir tvær umferðir. Man Utd er með fjögur stig og Valencia eitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner