mán 22. október 2018 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
England: Aubameyang kom af bekknum og sökkti Leicester
Özil átti stórkostlegan leik gegn Leicester.
Özil átti stórkostlegan leik gegn Leicester.
Mynd: Getty Images
Arsenal 3 - 1 Leicester
0-1 Hector Bellerin, sjálfsmark (31)
1-1 Mesut Özil ('45)
2-1 Pierre-Emerick Aubameyang ('63)
3-1 Pierre-Emerick Aubameyang ('66)

Leicester byrjaði vel gegn Arsenal í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum og átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Gestirnir komust verðskuldað yfir eftir hálftíma af leiknum þegar Ben Chilwell átti glæsilegt hlaup upp vinstri vænginn. Lág fyrirgjöf hans fór af Hector Bellerin og framhjá varnarlausum Bernd Leno í markinu.

Heimamenn vöknuðu til lífsins við markið og náði Mesut Özil að gera jöfnunarmark rétt fyrir leikhlé. Özil átti þá glæsilegt samspil við Bellerin sem endaði á því að Þjóðverjinn fékk boltann innan vítateigs og kláraði með að leggja hann í stöngina og inn.

Arsenal tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik en boltinn fór ekki inn fyrr en Pierre-Emerick Aubameyang var skipt inná.

Aubameyang gerði vel að finna pláss bakvið vörn gestanna og skoraði tvennu á fimm mínútum eftir innkomuna.

Alexandre Lacazette fékk tækifæri til að bæta fjórða marki Arsenal við en tókst ekki og niðurstaðan sanngjarn 3-1 sigur.

Þetta var tíundi sigur Arsenal í röð í öllum keppnum og sá sjöundi í röð í deildinni, en liðið er í fjórða sæti tveimur stigum frá toppliðunum.

Özil varð markahæsti Þjóðverji í sögu úrvalsdeildarinnar með marki sínu í dag, sem er hans þrítugasta.
Athugasemdir
banner
banner