Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 22. október 2018 15:15
Hafliði Breiðfjörð
Enska sambandið staðfestir ákæru á Ianni
Mourinho bregst reiður við þegar þegar Ianni fagnaði marki Chelsea.
Mourinho bregst reiður við þegar þegar Ianni fagnaði marki Chelsea.
Mynd: haukar
Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að Marco Ianni aðstoðarstjóri Chelsea hafi verið ákærður fyrir óíþróttamannslega hegðun í leik liðsins gegn Manchester United um helgina.

Chelsea jafnaði í uppbótartíma gegn United um helgina og Ianni fagnaði markinu af ákefð fyrir framan Jose Mourinho knattspyrnustjóra Man Utd.

Portúgalski stjórinn missti stjórn á skapi sínu í kjölfarið og hafa margir sýnt honum skilning.

Mourinho fékk afsökunarbeiðni frá Ianni og Maurizio Sarri en nú þarf Ianni að takast á við ákæru enska knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner