Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. október 2018 10:21
Elvar Geir Magnússon
Gengur illa hjá Woodburn í Sheffield - Spilaði með varaliði Liverpool
Woodburn í leik með Sheffield United.
Woodburn í leik með Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Woodburn varð yngsti markaskorari Liverpool frá upphafi.
Woodburn varð yngsti markaskorari Liverpool frá upphafi.
Mynd: Getty Images
Ben Woodburn, leikmaður Liverpool, var einn umtalaðasti ungi fótboltamaður Evrópu en hann hefur lent í sínu fyrsta mótlæti á ferlinum.

Þessi 19 ára strákur var lánaður frá Liverpool til Sheffield United í B-deildina fyrir tímabilið en lítill spiltími í Sheffield gerði það að verkum að Woodburn lék fyrir varalið Liverpool um helgina.

Woodburn á ellefu leiki fyrir aðallið Liverpool en hans fyrsti leikur var gegn Sunderland í nóvember 2016. Hann varð yngsti markaskorari Liverpool frá upphafi þegar hann skoraði gegn Leeds í deildabikarnum, 17 ára og 45 daga gamall. Þá á hann sjö landsleiki fyrir Wales.

Woodburn spilaði alla sex leiki Sheffield United í ágúst en síðan þá hefur hann aðeins spilað þrettán mínútur í Championship-deildinni.

En af hverju er þessi vonarstjarna Liverpool ekki að spila betur núna?

„Ég hef engar áhyggjur af Ben í ljósi þeirra gæða sem hann býr yfir. Stundum gengur það ekki þegar leikmenn fara á lán en hann sýndi mér á æfingum í síðasta landsliðsverkefni hvað hann getur gert. Kannski mun það bara hjálpa honum að fara í gegnum þessa erfiðleika, hann gæti komið sterkari út úr þeim," segir Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales.

En hvað segir Chris Wilder, þjálfari Sheffield United?

„Hann þarf að komast í liðið, það er eins með hann eins og aðra. Þetta hefur verið erfitt fyrir Ben og kannski eru þetta fyrstu erfiðleikar hans á ferlinum. En hann er mjög hæfileikaríkur og á bjarta framtíð. Þetta er í höndunum á Ben, hann þarf bara að nýta tækifærin og sýna sig á æfingum," segir Wilder.

Woodburn gerði lánssamning við Sheffield út tímabilið en mun halda áfram að spila fyrir varalið Liverpool ef hann heldur áfram að vera í svona litlu hlutverki hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner