Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. október 2018 17:15
Elvar Geir Magnússon
Jeffs mun aðstoða Pedro Hipolito hjá ÍBV
Ian Jeffs, nýr aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.
Ian Jeffs, nýr aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs var í dag kynntur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari kvenna en hann mun starfa með Jóni Þóri Haukssyni.

Jafnframt því verður Jeffs í þjálfarateymi karlaliðs ÍBV og verður áfram búsettur í Vestmannaeyjum.

Pedro Hipolito, fyrrum þjálfari Fram, tók við ÍBV eftir tímabilið.

„Það á aðeins eftir að klára einhver smáatriði en annars er það frágengið," sagði Ian Jeffs í Miðjunni, hlaðvarpsþætti Fótbolta.net.

„Ég mun aðstoða hann í Vestmannaeyjum en ég veit að það er krefjandi að vera aðstoðarþjálfari landsliðins og ef það koma árekstrar verður landsliðið í forgangi. En já, ég er kominn í teymið hjá Pedro."

Jeffs var einn af þeim sem var orðaður við aðalþjálfarastarf ÍBV áður en Pedro Hipolito var ráðinn.

„Ég var búinn að heyra í þeim og mitt nafn var í hattinum. Þeir vildu fara í aðra átt og þá fór ég að hugsa út í hvað ég vildi gera. Þá kom upp sá möguleiki á að vera aðstoðarþjálfari þar og vera aðstoðarmaður Jóns Þórs. Mér finnst það mjög spennandi og ég er mjög ánægður með hvað kom út úr þessu. Ég hlakka til að vinna í báðum störfum," segir Jeffs.

Þess má geta að ÍBV bætti við sig leikmann í dag en sóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon skrifaði undir hjá Eyjamönnum.

Smelltu hér til að hlusta á Jón Þór og Ian Jeffs í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner