banner
   mán 22. október 2018 09:10
Elvar Geir Magnússon
Jokanovic fær tvo leiki til að bjarga starfinu
Powerade
Starf Jokanovic hangir á bláþræði.
Starf Jokanovic hangir á bláþræði.
Mynd: Getty Images
Dortmund hefur áhuga á Foden.
Dortmund hefur áhuga á Foden.
Mynd: Getty Images
Lopetegui, Jokanovic, Mourinho, Benítez, Martial og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. Nauðsynlegur skammtur á mánudegi!

Santiago Solari, þjálfari varaliðs Real Madrid, er tilbúinn að taka við aðalliði Real Madrid til bráðabirgða ef Julen Lopetegui verður rekinn. Lopetegui er nálægt því að fá sparkið. (Mail)

Slavisa Jokanovic, stjóri Fulham, fær tvo leiki til að bjarga starfi sínu eftir að Fulham fór niður í fallsæti eftir 4-2 t ap gegn Cardiff. (Times)

Jose Mourinho ætlar að láta rannsaka það hvernig byrjunarlið Manchester United lak út fyrir jafnteflisleikinn gegn Chelsea. (Mail)

Mourinho gæti verið dæmdur í hliðarlínubann eftir hitann milli hans og Marco Ianni, þjálfara Chelsea, á Stamford Bridge. (Express)

Anthony Martial (22), framherji Manchester United, segir að vinnusamband sitt og Jose Mourinho hafi aldrei einkennst af spennu. (Evening Standard)

Rafa Benítez viðurkennir að tíminn sé að renna út fyrir hann á St James' Park. Newcastle er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. (Mirror)

Úlfarnir íhuga að gera tilboð í vængmanninn Adam Reach (25) hjá Sheffield Wednesday í janúar. (Sun)

Borussia Dortmund er að skoða þrjá unga enska leikmenn. Það eru Phil Foden (18) hjá Manchester City, Callum Hudson-Odoi (17) hjá Chelsea og Bobby Duncan (17) hjá Liverpool. Áhuginn kemur í kjölfar frammistöðu Jadon Sancho (18) með Dortmund. (Mirror)

Adrien Rabiot (23), miðjumaður Paris St-Germain, er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Frakklandsmeistarana. Liverpool og Juventus hafa sýnt honum áhuga, (Calciomercato)

Claude Puel, stjóri Leicester, segir að það sé ekki forgangsatriði fyrir sig í janúarglugganum að kalla enska U21-landsliðsmanninn Harvey Barnes (20) til baka úr láni hjá West Brom. (Birmingham Mail)

Unai Emery, stjóri Arsenal, telur að Mesut Özil muni venjast leikstíl sínum hraðar fyrst hann er hættur að spila fyrir landslið Þýskalands. (Telegraph)

Tottenham stefnir á að stofna stærstu félagsverslun í Evrópu á nýjum leikvangi sínum á morgun. (Football London)

Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, hefur trú á því að Marko Arnautovic (29) muni komast í sama gír og hann sýndi þegar hann varð markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Austurríkismaðurinn hefur verið að kljást við hnémeiðsli sem hafa takmarkað æfingatíma hans. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner