Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. október 2018 17:02
Elvar Geir Magnússon
Jón Þór vonar að Ásthildur verði í teyminu
Ásthildur Helgadóttir.
Ásthildur Helgadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna, vonast til þess að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum fyrirliði Íslands, verði í teymi kvennalandsliðsins.

Viðræður voru um að Ásthildur yrði aðstoðarþjálfari Jóns en hann vill fá hana til að aðstoða liðið.

„Við erum í viðræðum við Ásthildi um að koma inn í þetta. Hún var frábær fótboltakona á sínum tíma og hefur verið að mennta sig í þessu og hefur verið að reyna sig í þjálfun," sagði Jón Þór í Miðjunni, hlaðvarpsþætti Fótbolta.net.

„Ásthildur væri mikill fengur fyrir okkur til að fá inn í teymið. Við erum að skoða útfærslur á því hvernig hún gæti komið inn í þetta með okkur."

„Það er verið að skoða þetta, varðandi hennar vinnu og svona. Hún er tiltölulega nýflutt til landsins með sína fjölskyldu. Við sjáum hvernig það fer en það er allavega vilji hjá okkur að hún komi inn í þetta með einhverjum hætti," sagði Jón Þór.

Smelltu hér til að hlusta á Jón Þór og Ian Jeffs í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner