mán 22. október 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kompany: Hart er goðsögn hjá Man City
Mynd: Getty Images
Joe Hart vann ensku úrvalsdeildina tvisvar sinnum á tólf árum hjá Manchester City en er leikmaður Burnley í dag.

Hann stóð vaktina á milli stanga Burnley er liðið heimsótti Man City á laugardaginn og tapaði 5-0.

Vincent Kompany tjáði sig um Hart eftir leikinn og greindi frá því að mikil virðing er borin fyrir honum í herbúðum Englandsmeistaranna. Pep Guardiola tók í svipaða strengi og viðurkenndi að það hefðu líklega verið mistök að leyfa Hart að yfirgefa félagið.

„Hann var lykilmaður þegar við unnum úrvalsdeildina og ég vil taka það skýrt fram að Joe Hart er goðsögn hjá félaginu," sagði Kompany.

„Fyrir utan það að vera með gífurlega hæfileika þá er hann sigurvegari. Hann hefur alltaf verið með stóran persónuleika og rödd sem allir taka mark á.

„Maður tekur eftir jákvæðum mun bara með að hafa hann í leikmannahópnum. Þið sjáið hversu góða liðsheild Burnley er með, Hart hefur þessi áhrif."


Man City er ásamt Liverpool á toppi deildarinnar. Burnley er þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner