Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. október 2018 11:14
Elvar Geir Magnússon
Nýr landsliðsþjálfari kynntur í dag
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur boðað til fréttamannafundar í höfuðstöðvum sínum klukkan 14:00 í dag.

Þar verður Jón Þór Hauksson kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

Líklegt er að aðstoðarmaður hans verði einnig opinberaður en Ian Jeffs og Gunnar Borgþórsson eru meðal manna sem hafa verið orðaðir við þá stöðu.

Fótbolti.net greindi frá því 8. október að KSÍ væri að ganga frá samningum við Jón Þór.

Jón Þór hefur aðeins einu sinni verið aðalþjálfari á sínum þjálfaraferli þegar hann stýrði ÍA í síðustu 6 leikjum Pepsi-deildar karla 2017 eftir að Gunnlaugur Jónsson hætti.

Hann er fertugur og þykir mjög efnilegur þjálfari en í sumar var hann aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar með karlalið Stjörnunnar.

Sjá einnig:
Stjarnan fordæmir vinnubrögð KSÍ við ráðningu þjálfara
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner