mán 22. október 2018 09:42
Elvar Geir Magnússon
Óttast að Hazard missi af næstu tveimur leikjum Chelsea
Hazard ekki með í næstu tveimur leikjum?
Hazard ekki með í næstu tveimur leikjum?
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, einn besti leikmaður heims, meiddist í baki þegar Chelsea gerði 2-2 jafntefli gegn Manchester United um liðna helgi.

Enskir fjölmiðlar segja að Belginn sé tæpur fyrir Evrópudeildarleik gegn Bate Borisoc á fimmtudaginn og útileikinn gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni þremur dögum síðar.

Leikmenn Manchester United tóku hart á Hazard sem kláraði leikinn en vaknaði mjög stirrður á sunnudagsmorgun.

Hazard hefur verið geggjaður fyrir Chelsea og það yrði vont fyrir liðið að vera án hans, sérstaklega á meðan Alvaro Morata er ekki að finna sig.

Sarri, stjóri Chelsea, mun líklega dreifa álaginu og gera talsverðar breytingar fyrir leikinn á fimmtudag. Pedro kom af bekknum gegn United en mun væntanlega byrja gegn Bate.

Victor Moses, Cesc Fabregas og Ross Barkley vonast einnig til þess að byrja fyrir Chelsea sem er að fara í ansi erfiða leikjatörn.
Athugasemdir
banner
banner
banner