Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. október 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spalletti óttast um meiðsli Nainggolan
Nainggolan, 30, kom til Inter í sumar fyrir 38 milljónir evra.
Nainggolan, 30, kom til Inter í sumar fyrir 38 milljónir evra.
Mynd: Getty Images
Radja Nainggolan gæti verið frá í einhvern tíma samkvæmt Luciano Spalletti, þjálfara Inter.

Miðjumaðurinn meiddist eftir tæklingu frá Lucas Biglia í borgarslagnum í Mílanó í gær. Inter vann leikinn með marki frá Mauro Icardi á 90. mínútu.

Nainggolan hélt áfram að spila í tíu mínútur áður en hann bað um skiptingu. Borja Valero kom inn í hans stað.

„Nainggolan var hakkaður niður. Við þurfum að fara með hann á spítalann og sjá til. Hann verður ekki með okkur í einhvern tíma," sagði Spaletti, sem var þó ánægður með sigurinn.

„Það er augljóst að við áttum skilið að sigra. Við spiluðum allan leikinn á þeirra vallarhelmingi og vorum einfaldlega betri."

Nainggolan missir eflaust af næstu leikjum Inter sem eru afar mikilvægir útileikir. Sá fyrri er á miðvikudaginn, gegn Barcelona í Meistaradeildinni, og sá síðari er næsta mánudag, gegn Lazio.
Athugasemdir
banner
banner
banner