Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. október 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wilshere hefði verið áfram undir stjórn Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, 26 ára, yfirgaf Arsenal eftir 17 ár hjá félaginu þegar samningurinn rann út í sumar.

Wilshere fór til West Ham þar sem hann komst beint inn í byrjunarliðið en náði aðeins að spila fjóra leiki áður en hann meiddist.

„Ég hefði verið áfram hjá Arsenal ef Arsene Wenger hefði ekki farið. Hann gaf mér fyrirliðabandið og bar mikla virðingu fyrir mér, ég myndi aldrei bregðast honum," sagði Wilshere.

„Ég var búinn að samþykkja að vera áfram, en svo fór hann og það breytti öllu. Ég ber mikið traust til Arsene, hann hjálpaði mér mikið í gegnum erfið meiðsli.

„Kannski var bara kominn tími til að ég héldi annað. Það eru breyttir tímar hjá Arsenal."

Athugasemdir
banner
banner