Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. október 2019 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Gauti á reynslu í Þýskalandi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arnór Gauti Jónsson, varnarmaður úr Aftureldingu, er þessa dagana til reynslu hjá þýska félaginu SC Preußen Münster.

Arnór Gauti hefur æft með U19 og U23 ára liðum SC Preußen Münster og æfði hann einnig hjá félaginu í fyrra.

Hinn 17 ára gamli Arnór Gauti spilaði 19 leiki með Aftureldingu í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði eitt mark. Í fyrra spilaði Arnór Gauti fimm leiki þegar Afturelding vann 2. deildina.

Arnór Gauti á þrjá leiki að baki með U17 ára landsliði Íslands og í sumar lék hann sinn fyrsta leik með U18 ára landsliðinu.

Aðallið SC Preußen Münster er í þriðju efstu deild í Þýskalandi en U19 ára lið félagsins er í úrvalsdeild og mætir Borussia Dortmund í næsta leik um helgina. Arnór Gauti er þó ekki gjaldgengur þar sem hann er aðeins á reynslu hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner