Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. október 2019 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Heitt undir Pochettino
Foden fær tækifæri gegn Atalanta
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þau eru nokkur stórliðin sem spila í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag.

Í A-riðli eiga PSG og Real Madrid bæði útileiki. PSG heimsækir Club Brugge og getur haldið fullu húsi stiga með sigri þar.

Eric Maxim Choupo-Moting er í byrjunarliði PSG ásamt Ander Herrera, fyrrum leikmanni Man Utd. Mauro Icardi byrjar í fremstu víglínu ásamt hinum funheita Angel Di Maria. Edinson Cavani og Kylian Mbappe eru meðal varamanna.

Real Madrid á erfiðari útileik, gegn Galatasaray, og þarf sigur til að reyna að komast upp í annað sæti riðilsins.

Rodrygo Goes fær tækifæri í byrjunarliðinu og verður í framlínunni ásamt Karim Benzema og Eden Hazard. Þá kemur Fernando Valverde inn á miðjuna, en Isco og James Rodriguez byrja báðir á bekknum.

A-riðill:
PSG: Navas, Meunier, Silva, Kimpembe, Bernat, Herrera, Marquinhos, Verratti, Choupo-Moting, Icardi, Di Maria
Varamenn: Rico, Dagba, Diallo, Paredes, Sarabia, Cavani, Mbappe

Real Madrid: Courtois, Carvajal, Ramos, Varane, Marcelo, Valverde, Casemiro, Kroos, Rodrygo, Benzema, Hazard
Varamenn: Areola, Militao, J. Rodrgiuez, Jovic, Isco, F. Mendy, Vinicius Jr



Í B-riðli þarf Tottenham sigur gegn Rauðu Stjörnunni eftir skelfilega byrjun í riðlakeppninni. Lærisveinar Mauricio Pochettino eru aðeins með eitt stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Það er ekki margt sem kemur á óvart í liðsvali Pochettino. Christian Eriksen, Givoani Lo Celso og Lucas Moura byrja allir á bekknum.

Enskir fjölmiðlar telja Pochettino vera stressaðan fyrir leikinn. Hann er sagður óttast um starf sitt þar sem Tottenham hefur gengið illa síðan í febrúar.

FC Bayern getur þá haldið fullkominni byrjun sinni áfram á útivelli gegn Olympiakos. Menn á borð við Kingsley Coman, Ivan Perisic og Corentin Tolisso fá hvíld en Robert Lewandowski, Serge Gnabry og Philippe Coutinho eru allir í byrjunarliðinu ásamt Thomas Müller.

B-riðill:
Tottenham: Gazzaniga; Aurier, Sánchez, Vertonghen, Davies; Ndombèlé, Sissoko; Son, Dele Alli, Lamela; Kane
Varamenn: Austin, Foyth, Dier, Winks, Lo Celso, Eriksen, Lucas

FC Bayern: Neuer, Pavard, Hernandez, Martinez, Alaba, Kimmich, Coutinho, Thiago, Gnabry, Müller, Lewandowski
Varamenn: Ullreich, Davies, Goretzka, Boateng, Tolisso, Perisic, Coman



Í C-riðli er hörkuleikur á dagskrá þar sem Manchester City tekur á móti skemmtilegu liði Atalanta, sem er að þreyta frumraun sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Atalanta hefur farið lla af stað og þarf helst að fá stig á Etihad leikvanginum. Liðið er stigalaust eftir töp gegn Dinamo Zagreb og Shakhtar Donetsk.

Man City er enn án miðvarða og því munu miðjumennirnir Rodrigo og Fernandinho leysa af í hjarta varnarinnar. John Stones er á bekknum.

Hinir öflugu Luis Muriel, Mario Pasalic og Hans Hateboer eru allir á bekknum hjá Atalanta sem teflir þó fram sterku liði. Duvan Zapata er frá vegna meiðsla.

C-riðill:
Man City: Ederson, Walker, Rodrigo, Fernandinho, Mendy, Gundogan, Foden, De Bruyne, Sterling, Mahrez, Aguero
Varamenn: Bravo, Stones, Jesus, Bernardo, Silva, Cancelo, Otamendi.

Atalanta: Gollini; Toloi, Djimsiti, Masiello; Castagne, Freuler, De Roon, Gosens; Gomez, Malinovskyi; Ilicic
Varamenn: Sportiello, Muriel, Arana, Hateboer, Ibanez, Pasalic, Barrow



Að lokum er komið að D-riðli þar sem Juventus tekur á móti Lokomotiv frá Moskvu. Juve getur endurheimt toppsæti riðilsins með sigri eða jafntefli.

Cristiano Ronaldo byrjar fremstur og er með Paulo Dybala sér til aðstoðar í sóknarleiknum.

Juventus: Szczesny, Cuadrado, Bonucci, De Ligt, Sandro, Khedira, Pjanic, Matuidi, Bentancur, Dybala, Ronaldo
Varamenn: Buffon, Danilo, Rugani, Demiral, Rabiot, Bernardeschi, Higuain.
Athugasemdir
banner
banner
banner