Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 22. október 2019 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Kane: Vonandi vinnum við Liverpool
Mynd: Getty Images
Harry Kane skoraði tvennu er Tottenham lagði Rauðu stjörnuna að velli með fimm mörkum gegn engu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.

Tottenham hefur gengið brösulega á upphafi tímabils og var aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Meistaradeildinni. Eftir sigurinn í dag er liðið komið upp í annað sætið, fimm stigum eftir toppliði FC Bayern.

„Þetta var nákvæmlega það sem við þurftum. Okkur er ekki búið að ganga vel á upphafi tímabils og þetta var fullkomið svar hjá okkur," sagði Kane að leikslokum.

„Það er mikið eftir af tímabilinu og við þurfum ennþá að stilla okkur almennilega inn á sömu bylgjulengd. Vonandi getum við byggt á þessum sigri.

„Framundan er leikur gegn Liverpool sem hefur farið vel af stað á tímabilinu. Vonandi vinnum við þann leik."


Liverpool vann Tottenham í síðustu viðureign liðanna. Þau mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í byrjun sumars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner