Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. október 2019 15:11
Magnús Már Einarsson
Man Utd bannar stuðningsmann fyrir fordóma
Trent Alexander-Arnold varð fyrir fordómum á sunnudag.
Trent Alexander-Arnold varð fyrir fordómum á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur sett stuðningsmann liðsins í bann frá leikjum á Old Trafford. Ekki hefur verið ákveðið hversu lengi bannið mun standa yfir.

Stuðningsmaðurinn var með kynþáttafordóma í garð Trent Alexander-Arnold í leiknum gegn Liverpool um helgina.

Stuðningsmaðurinn öskraði á Alexander-Arnold en Manchester United náði að finna út um hvern var að ræða með því að skoða myndbandsupptökur.

Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik í leiknum á sunnudag og vakti reiði hjá áhorfendum sem sátu nálægt umræddum stuðningsmanni.

Stuðningsmaðurinn getur áfrýjað úrskurði Manchester United en hann er nú í banni frá öllum leikjum á Old Trafford þar til annað kemur í ljós.
Athugasemdir
banner
banner