þri 22. október 2019 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Mbappe og Sterling með þrennur
Tottenham skoraði fimm
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var að ljúka í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar skoraði Kylian Mbappe þrennu er PSG rúllaði yfir Club Brugge.

Mbappe kom inn af bekknum á 52. mínútu. Það tók hann rétt rúmar 10 mínútur að skora og leggja upp mark og bætti hann tveimur við á lokakaflanum eftir tvær stoðsendingar frá Angel Di Maria.

Di Maria lagði einnig fyrsta mark leiksins upp fyrir Mauro Icardi, sem skoraði tvennu.

Real Madrid lagði þá Galatasaray að velli og er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig. PSG er á toppnum með fullt hús stiga.

Toni Kroos gerði eina mark leiksins í Tyrklandi með laglegu skoti eftir góðan undirbúning frá Eden Hazard.

A-riðill:
Club Brugge 0 - 5 PSG
0-1 Mauro Icardi ('7 )
0-2 Kylian Mbappe ('61 )
0-3 Mauro Icardi ('63 )
0-4 Kylian Mbappe ('79 )
0-5 Kylian Mbappe ('83 )

Galatasaray 0 - 1 Real Madrid
0-1 Toni Kroos ('18 )



Í B-riðli vann Tottenham sinn fyrsta leik. Liðið hefur legið undir mikilli gagnrýnni að undanförnu og svöruðu lærisveinar Mauricio Pochettino heldur betur fyrir sig í kvöld.

Harry Kane og Son Heung-min skoruðu tvennu hvor í sannfærandi 5-0 sigri gegn Rauðu stjörnunni á Tottenham Hotspur Stadium.

FC Bayern hafði þá betur gegn Olympiakos í Grikklandi. Heimamenn komust yfir en Robert Lewandowski svaraði með tvennu og urðu lokatölur 2-3.

Bayern er með fullt hús stiga. Tottenham er í öðru sæti með fjögur stig.

Tottenham 5 - 0 Crvena Zvezda
1-0 Harry Kane ('9 )
2-0 Son Heung-Min ('16 )
3-0 Son Heung-Min ('44 )
4-0 Erik Lamela ('57 )
5-0 Harry Kane ('72 )

Olympiakos 2 - 3 Bayern
1-0 Youseff El Arabi ('23 )
1-1 Robert Lewandowski ('34 )
1-2 Robert Lewandowski ('62 )
1-3 Corentin Tolisso ('75 )
2-3 Guilherme ('79 )



Fyrsti leikur dagsins í C-riðli fór fram áðan, þegar Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb skildu jöfn, 2-2.

Í kvöld átti Manchester City svo heimaleik við Atalanta og komust gestirnir óvænt yfir með marki úr vítaspyrnu.

Sergio Agüero sneri stöðunni við fyrir leikhlé. Raheem Sterling lagið fyrra markið upp og fiskaði svo vítaspyrnuna sem Agüero skoraði úr skömmu síðar.

Í síðari hálfleik skipti Sterling um gír og setti þrennu. Hinn efnilegi Phil Foden, sem lagði fyrsta mark Sterling upp, fékk tvö gul spjöld á lokakaflanum og var rekinn útaf.

Man City er með fullt hús stiga á meðan Atalanta vermir botnsætið, án stiga. Shakhtar og Dinamo eru jöfn með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Manchester City 5 - 1 Atalanta
0-1 Ruslan Malinovskiy ('28 , víti)
1-1 Sergio Aguero ('34 )
2-1 Sergio Aguero ('38 , víti)
3-1 Raheem Sterling ('58 )
4-1 Raheem Sterling ('64 )
5-1 Raheem Sterling ('69 )



Að lokum var komið að D-riðli þar sem Juventus tók á móti Lokomotiv Moskvu. Ítalíumeistararnir þurftu sigur til að endurheimta toppsæti riðilsins af Atletico Madrid, sem hafði betur gegn Bayer Leverkusen í dag.

Stjörnum prýtt lið Juventus lenti óvænt undir og var staðan enn 0-1 þegar síðasti fjórðungur leiksins hafðist. Þá tók Paulo Dybala til sinna ráða.

Hann jafnaði með gullfallegu marki á 77. mínútu og tveimur mínútum síðar fylgdi hann skoti Alex Sandro eftir með marki. Lokatölur 2-1.

Juve og Atletico eru með sjö stig, Lokomotiv með þrjú og Leverkusen er stigalaust á botninum.

Juventus 2 - 1 Lokomotiv
0-1 Aleksey Miranchuk ('30 )
1-1 Paulo Dybala ('77 )
2-1 Paulo Dybala ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner