Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. október 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Opin rúta niður Skólavörðustíg þegar Liverpool vinnur titilinn
Sóli Hólm formaður Liverpool samfélagsins og Baldur Kristjánsson varaformaður á góðri stundu.
Sóli Hólm formaður Liverpool samfélagsins og Baldur Kristjánsson varaformaður á góðri stundu.
Mynd: Úr einkasafni
Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins á Íslandi, var í stórskemmtilegu spjalli í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn.

Þar ræddi Sóli það hvernig það kom til að hann ákvað að gerast sjálfskipaður formaður Liverpool samfélagsins á Íslandi. Sóli hefur tekið embættinu alvarlega og ávarpar reglulega aðra aðila í Liverpool samfélaginu á Twitter.

Sóli greindi einnig frá því að þegar Liverpool nær loksins að rjúfa langa bið eftir Englandsmeistaratitli ætli hann að fara í opinni rútu niður Skólavörðustíg ásamt Baldri Kristjánssyni, varaformanni samfélagsins.

Liverpool varð síðast enskur meistari árið 1990 en þegar liðið barðist um titilinn við Manchester City síðastliðið vor kviknaði þessi hugmynd hjá Sóla.

„Það verður opin rúta. Í alvöru. Ég og Baldur varaformaður erum að undirbúa það ef Liverpool verður meistari í vor. Komið með! Formaðurinn verður uppi á palli að syngja „Allez, Allez, Allez.' Það er ekkert flóknara en það," sagði Sóli í útvarpsþættinum um helgina.

„Það er á hreinu, hvort sem Liverpool verður meistari í vor eða eftir tuttugu ár, þá verður opin rúta sem mun keyra með formanninn og varaformanninn í fullum skrúða niður Skólavörðustíg."

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Innkastið - Stig á Old Trafford gull eða glapræði?
Athugasemdir
banner
banner
banner