banner
   þri 22. október 2019 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Rodrigo og Zinchenko meiddir
Rodri kom til Man City í sumar fyrir 70 milljónir evra.
Rodri kom til Man City í sumar fyrir 70 milljónir evra.
Mynd: Getty Images
Manchester City fór illa með Atalanta í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld og vann viðureign liðanna 5-1.

Oleksandr Zinchenko var ekki í leikmannahópi Man City vegna hnémeiðsla. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá, það kemur í ljós á næstu dögum.

Zinchenko hefur staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar Man City. Hann hefur fengið mikinn spiltíma vegna þrálátra meiðsla Benjamin Mendy. Hann fyrir framan Angelino í goggunarröðinni, en hann mun eflaust fá einhver tækifæri á næstu vikum.

Í sigrinum gegn Atalanta fór Rodrigo af velli á 41. mínútu. Að leikslokum sagði Pep Guardiola að hann teldi meiðsli Rodri vera minniháttar. Hann meiddist á nára og ætti að vera frá í um tíu daga.

Þetta eykur vandræði City í hjarta varnarinnar en Fernandinho og Rodri, sem eru miðjumenn að upplagi, hafa þurft að leysa miðvarðarstöðurnar af hólmi í undanförnum leikjum. John Stones kom inn af bekknum til að taka stöðu Rodri í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner