Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 22. október 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Telur að verðmiðinn trufli Nicolas Pepe
Nicolas Pepe í leik með Arsenal.
Nicolas Pepe í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, fyrrum bakvörður Manchester United, hefur trú á því að Nicolas Pepe muni njóta velgengni í ensku úrvalsdeildinni en telur að verðmiðinn á honum hafi truflandi áhrif.

Pepe var keyptur til Arsenal á 72 milljónir punda frá Lille í sumar en hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu tíu leikjum sínum.

Hann klúðraði dauðafæri í tapinu gegn Sheffield United í gær.

Evra ráðleggur Pepe að styrkja sig líkamlega fyrir enska boltann.

„Ég held að verðmiðinn sé ekki að hjálpa honum. Það setur pressu á hann og sumir stuðningsmenn sýna ekki skilning. Þessi upphæð tryggir ekki 30 mörk á fyrsta tímabili," sagði Evra í mánudagsþætti Sky Sports.

„Pepe þarf að fá tíma. Ég hef trú á þessum leikmanni. Hann þarf að átta sig á því hvernig enska úrvalsdeildin er og hann þarf að styrkja sig. Hann ætti kannski að fara í ræktina. Það vantar ekki hæfileikana."

„Hann er undir pressu og nú þarf hann að sýna andlegan styrk. Þegar ég kom til Manchester þá héldu margir að ég væri ekki nægilega góðir og vildu skila mér til Mónakó. Það gerði mig ákveðnari í að sanna mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner