Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. október 2019 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja sameina efstu deild í Hollandi og Belgíu
Mynd: Getty Images
Bart Verhaeghe, forseti Club Brugge, sagði í viðtali við franska blaðið Le Monde að hann búist við því að belgíska deildin muni sameinast þeirri hollensku innan fimm ára.

Þetta vilja knattspyrnusambönd landanna gera til að búa til sameinaða og sterkari deild, sem gæti barist við frönsku deildina um áhorf.

Eins og staðan er í dag er franska deildin talin sú fimmta sterkasta í Evrópu. Þar á eftir koma deildir á borð við þá hollensku, rússnesku og portúgölsku.

„Við værum að fara inn á markað með 28 milljón áhorfendum. Við höfum verið að ræða þessi áform og ganga samræðurnar vel. Hugmyndin er að 10 félög kæmu úr hollensku deildinni og 8 félög úr þeirri belgísku," sagði Verhaeghe.

Verhaeghe bætti við að hægt væri að hrinda þessu í framkvæmd eftir nokkur ár. Hann búist persónulega við að það taki ekki meira en fimm ár að setja hana á laggirnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner