Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. nóvember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giggs þaggað niður í gagnrýnisröddunum
Ryan Giggs kom Wales á EM.
Ryan Giggs kom Wales á EM.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, hefur þaggað niður í gagnrýnisröddunum með því að koma liðinu á EM 2020 - að mati Joe Allen, miðjumanns Wales.

Giggs var ekki vinsæll kostur til að taka við af Chris Coleman í janúar 2018.

Giggs, sem lék með Manchester United allan sinn feril sem leikmaður, vakti oft upp reiði hjá Walesverjum þar sem hann mætti oft ekki í landsliðsverkefni sem leikmaður.

Hinn 45 ára gamli Giggs var þá gagnrýndur í undankeppninni fyrir liðsval og leikstíl í töpum gegn Króatíu og Ungverjalandi í sumar. Eftir þau töp náði hann hins vegar að rétta skútuna af og koma þjóðinni á EM alls staðar.

„Hann hefur verið gagnrýndur, en hann hefur náð árangri. Svo einfalt er það," sagði Joe Allen um Giggs.

„Að komast á EM er frábær árangur, hvernig sem þú gerir það. Það eru margir sem þurfa að éta orð sín."
Athugasemdir
banner
banner
banner