Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. nóvember 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðrún Elísabet spáir í Argentína - Sádí-Arabía
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir.
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HM heldur áfram að rúlla í dag og er fyrsti leikurinn klukkan 10:00 að íslenskum tíma. Lionel Messi og félagar í Argentínu eru að mæta til leiks í morgunsárið.

Argentínumenn eru eitt sigurstranglegasta lið mótsins og mæta fullir sjálfstrausts eftir sigurinn í Copa America. Einn besti fótboltamaður sögunnar er innanborðs. Messi er að spila á sínu síðasta stórmóti með landsliðinu og vonast eftir draumaendi.

Argentína mætir Sádí-Arabíu í leiknum á eftir en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, leikmaður Vals, spáir í leikinn fyrir Fótbolta.net.

Argentína 5 - 1 Sádí-Arabía (10:00)
Leikurinn fer 5-1 fyrir Argentínu. Messi skorar þrennu, Alvarez setur eitt og Martinez klárar leikinn. Sádar skora eitt í lokin.

Sjá einnig:
Síðasti dansinn hjá litla snillingnum


Athugasemdir
banner
banner
banner