Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. nóvember 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Góðir möguleikar fyrir lokaleikinn gegn Kasakstan
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Íslenska U19 ára landslið karla mætir Kasakstan í lokaleik fyrstu riðlakeppni í undankeppni fyrir EM á næsta ári.


Ísland lagði Skotland að velli í fyrstu umferð og tapaði svo fyrir ógnarsterku liði Frakka. Nú er komið að þriðja og síðasta leik riðlakeppninnar, gegn botnliði Kasakstan.

Staðan í riðlinum er spennandi og gæti orðið afar flókin ef Skotlandi tekst að sigra óvænt gegn Frakklandi. Takist Skotum ekki að sigra Frakka þá nægir Íslandi jafntefli í lokaleiknum gegn Kasökum.

Kasakstan er án stiga eftir tvær umferðir og með markatöluna 2-12. Ísland er með þrjú stig og markatöluna 1-2 en innbyrðisviðureignir telja framyfir markatölu og þess vegna var sigurinn gegn Skotum gífurlega mikilvægur.

Leikur dagsins:
13:00 Kasakstan U19 - Ísland U19


Athugasemdir
banner
banner
banner