þri 22. desember 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti teflir fram sínu sterkasta liði gegn Man Utd
Ancelotti ætlar að tefla fram sínu sterkasta liði.
Ancelotti ætlar að tefla fram sínu sterkasta liði.
Mynd: Getty
Everton tekur á móti Manchester United annað kvöld í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að hann muni stilla upp sínu sterkasta mögulega liði í leiknum þrátt fyrir mikið leikjaálag um hátíðirnar.

„Við teljum að þessi keppni sé mjög mikilvæg," segir Ancelotti.

„Everton hefur aldrei unnið hana. Við erum í 8-liða úrslitum, tveimur leikjum frá úrslitaleik á Wembley. Það yrðis stórkostlegt að komast í úrslitaleikinn. Við munum tefla fram okkar sterkasta liði."

Miðað við þessi orð verður Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliði Everton á morgun. James Rodriguez er enn á meiðslalistanum en kólumbíska stjarnan hefur misst af síðustu þremur leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner